Sær er sundflík úr ull og útsaumað handklæði hönnuð fyrir sjósund á Íslandi. Íslenska ullin sem flíkin er prjónuð úr býr yfir eiginleikum sem henta sérstaklega vel til sunds í miklum kulda.

Sjósundsfólk vill leggja sitt af mörkum til að halda hafinu hreinu og er flíkin því gerð úr náttúrulegu efni sem losar ekki örplast við þvott eða notkun eins og búast má við af öðrum sundfatnaði.

Á handklæðinu eru leiðbeiningar fyrir notanda vörunnar og má einnig binda það saman og bera á öxlinni.

Ásgerður Ólafsdóttir, 2022

Previous
Previous

Flotgler

Next
Next

Hér er mýri, um mýri, frá manni, til mýrar