Félag vöru- og iðnhönnuða stóð fyrir opnu kalli sýningarinnar Hlutverks fyrir hönnunarmars 2021. Leitað var eftir tillögum þess efnis hvernig mætti gefa hlutum sem væru að missa hlutverk sitt í daglegu lífi nýjan tilgang.

Sund-föt er samvinnuverkefni Ásgerðar, Hrafnhildar Gunnarsdóttur og Kamillu Henriau og samanstendur það af jakka og hatti.

Flíkurnar eru gerðar úr slitnum armkútum sem falla reglulega til í sundlaugum borgarinnar og missa þar með tilgang sinn.

Ásgerður Ólafsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Kamilla Henriau, 2021

Previous
Previous

Hér er mýri, um mýri, frá manni, til mýrar

Next
Next

Skel